Appelsínugular og gular veðurviðvaranir Veðurstofu Íslands eru í gildi fyrir daginn. Ekki er útlit fyrir að neitt ferðaveður verði á norðan- og norðaustanverðu landinu, sem og á miðhálendinu. Ekki er mælt með ferðalögum á þeim slóðum þar til hægir á ný.

Snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli, hálkublettir á Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarvegi. Lágheiðin er nú skráð ófær en ekki er vetrarþjónusta þar hjá Vegagerðinni.