Veðurstofan varar við uppfærðri veðurspá fyrir næstu daga á Norðurlandi, en þar verður appelsínugul viðvörun frá 3-4. júní.

Norðvestan 13-20 m/s. Rigning eða slydda nærri sjávarmáli, annars snjókoma. Talsverð úrkoma með köflum. Lausamunir geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérstaklega á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjór getur sest á vegi, einkum fjallvegi, með erfiðum akstursskilyrðum eða jafnvel ófærð. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Mikill kuldi og vosbúð fyrir útivistarfólk.

Veðurstofan spáir talsverði vætu í Fjallabyggð næstu daga eins og myndirnar sýna.