Appelsínugul veður viðvörun verður á Norðurlandi á sunnudag kl. 11-15 en gul viðvörun frá 07-11.

Sunnan stormur eða rok, 20-28 m/s á Norðurlandi á morgun, sunnudag. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Líkur eru á suðlægri átt 20-28 m/s vestantil á svæðinu, á Tröllaskaga, í Eyjafirði og í Kinn. Staðbundið geta hviður farið yfir 40 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.