Veðurstofan spáir stormi á Norðurlandi á morgun. Appelsínugul viðvörun er á Norðurlandi eystra frá kl. 8:30-12:00. Á Norðurlandi vestra er appelsínugul viðvörun frá kl. 7:00-10.

Norðurland eystra:

Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Þriðjudaginn 7. febrúar verður óvissustig á Öxnadalsheiði milli klukkan 08:00 og 16:00. Búast má við að vegurinn geti lokað með stuttum fyrirvara. Eins á Siglufjarðarvegi, þar verður óvissustig frá kl. 7:00 og fram eftir degi og gæti lokað með stuttum fyrirvara. Óvissustig verður einnig á Þverárfjalli og Vatnsskarði fyrri part dags.

Norðurland vestra:

Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.