Tæring í röri er líklega ástæðan fyrir ammoníakleka sem kom upp í Fóðurstöðinni við Sauðárkrók klukkan fimm í morgun. Urðu starfsmenn við vinnu varir við lekann og tilkynntu hann til slökkviliðs en líklegt er talið að lekið hafi í nokkrar klukkustundir. Voru efnakafarar sendir inn og gerðu þeir ráðstafanir til að loftræsta byggingu Fóðurstöðvarinnar sem framleiðir loðdýrafóður. Þegar mengunin hafði minnkað aðstoðaði sérútbúinn starfsmaður slökkvilið við að staðsetja lekann. Gekk starfið vel að sögn slökkviliðs.

Mbl.is greinir frá.