Ályktun var lögð fram þann 20. febrúar 2014 frá hverfisráði Hríseyjar:
“Hverfisráð Hríseyjar lýsir yfir áhyggum af þróun atvinnumála í Hrísey vegna uppsagna í Hvammi fiskvinnslufyrirtæki í Hrísey og jafnfram stærsta vinnustað eyjarinnar. Ráðið telur mikilvægt að grípa til aðgerða svo koma megi í veg fyrir lokun fyrirtækisins og tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar. Ráðið vill árétta að ekki sé gripið til skyndilausna heldur aðgerða sem skili sér til lengri tíma. Til þess að það megi verða teljum við að bæjarráð þurfi að beita sér í að fjármagn verði sett í verkefni Byggðastofnunar um brothættar byggðir, til þess að þeir sem stunda fiskveiðar frá Hrísey fái aukinn byggðakvóta og að aðstæður lítilla fyrirtækja í sjávarútvegi verði tryggðar.”