Alþjóðlegt íshokkímót kvenna fór fram í Skautahöllinn á Akureyri 16.-17. maí. Að mótslokum stóð Skautafélag Reykjavíkur (SR) uppi með sigurinn eftir að hafa unnið Freyjur, annað tveggja liða sem Valkyrjur frá Akureyri sendu á mótið, úrslit urðu 3–2. Í þriðja sæti urðu svo kanadísku stúlkurnar í Ice Dragons sem unnu Valkyrjur 2–1 í leiknum um bronsið.
Mynd: Ásgrímur Ágústsson.