Ætlunin er að standa fyrir alþjóðlegu samstarfsverkefni skapandi fólks á Siglufirði næsta sumar.
Þetta verkefni verður árlegt og mun þróast í samráði við bæjarbúa og bæjaryfirvöld í Fjallabyggð.
Verkefnið kallar ekki á fjárútlát bæjarfélagsins heldur er aðeins óskað eftir staðsetningu fyrir listagjörninga sem verða síðan fjarlægðir.