Haldið verður upp á alþjóða skíðadaginn sunnudaginn 19. janúar á Skíðasvæðinu í Skarðsdal. Frítt verður í lyftur fyrir 17 ára og yngri. Á staðnum verður leikjabraut við neðstu lyftu, skíða pallar, hólar og fleira skemmtilegt.

Byrjendakennsla verður á milli klukkan 13-15, og er skíðabúnaður gjaldfrjáls fyrir þá sem þurfa á þessum tíma.

Hægt er að fylgjast með opnunartíma og veðri á www.skardsdalur.is

Tengdamamma á skíðum í Skarðsdal.