Þessi Siglfirðingur er líklega einn af þeim þekktari en hann hefur komið víða við í rekstri og störfum á Siglufirði í gegnum árin. Í dag er hann Alþingismaður Norðausturkjördæmis og 1. varaforseti Alþingis. Á árum áður var hann Bæjarfulltrúi á Siglufirði, forseti Bæjarstjórnar, í stjórn Þormóðs Ramma, þá rak hann verslunina Sigló Sport svo eitthvað sé nefnt, þetta er Kristján Lúðvík Möller, Siglfirðingur. Þessar myndir eru teknar 4. júlí þar sem Kristján myndar kríurnar á Siglufirði.