Skíðasvæðið á Dalvík hefur verið lokað núna þennan veturinn fyrir almennri opnun. Það verður áfram opið fyrir æfingar fram að Andrés keppninni eða fram á þriðjudaginn 23. apríl.
Á meðan æfingum stendur er fólki velkomið að koma á skíði en þjónusta verður skert, opnun verður auglýst hvern dag fyrir sig og ekki verður almenn opnun í sjoppu og leigu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skíðasvæðinu.