ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna 30 DAGAR, á Langa-Gangi í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 24. mars kl. 13.00 sem jafnframt er GILDAGUR í Listagilinu. Sýningin stendur aðeins í 2 daga : laugardag 24. mars kl. 13 – 18 og sunnudag 25. mars kl. 13 – 17.

Sýningin er á veggjum á LANGA-GANGI sem er á annarri hæð í Kaupvangsstræti 10, (gengið inn sama inngang og í Populus Tremula og Sal Myndlistarfélagsins-Boxið).

ÁLFkonur er félagskapur kvenna (ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli  og er þessi sýning afrakstur þátttöku í 30 daga áskorun sem fólst í því að taka eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hér með birtist útkoman.

Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru; Agnes H. Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Díana Bryndís, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.