Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði sl. þriðjudag. Lokahátíðin er uppskeruhátíð nemenda í 7. bekk, en þeir hafa lagt rækt við vandaðan upplestur á undanförnum mánuðum. Myndir af keppninni má sjá hér.
Níu nemendur kepptu að þessu sinni og komu þeir frá Árskógarskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Tónskóli Fjallabyggðar sá um tónlistaratriði.
Í efstu sætum voru eftirfarandi krakkar:
- 1. sæti Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar
- 2. sæti Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr Árskógarskóla
- 3. sæti Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir úr Grunnskóla Fjallabyggðar
U.þ.b. hundrað gestir fylgdust með upplestrinum sem keppendur skiluðu með miklum sóma.
Heimild og mynd: www.fjallaskolar.is