Akureyrarvaka hefst á morgun. Þessi árlega bæjarhátíð Akureyringa stækkar frá ári til árs og hefur fjöldi viðburða bæst í dagskrána á föstudegi og laugardegi.  Prentaðri dagskrá Akureyrarvöku var dreift á miðvikudag, í öll hús á Akureyri, Hrísey, Grímsey og Eyjafjarðarsveit. Hún mun einnig vera tiltæk í söluskálum í Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Siglufirði,Ólafsfirði, Húsavík og Dalvík. Akureyrarvaka hefst formlega í Lystigarðinum n.k. föstudag kl. 21:00. Hægt er að sjá alla dagskránna hér.