Allur akstur er bannaður um Ólafsfjarðarveg við Ólafsfjarðarmúla en vegurinn hefur verið lokaður síðan 11:23 í morgun. Á Siglufjarðarvegi er óvissustig vegna snjóflóðahættu og er vegurinn rauðmerktur hjá Vegagerðinni. Snjóþekja og hálka er víða á Norðurlandi en þungfært er í Fljótum og ófært í Almenningum.

Þverárfjall hefur verið lokað síðan í nótt. Víkurskarð er einnig lokað síðan í nótt.

Það borgar sig að skoða vél stöðuna á kortinu hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.