Hátíðin AK Extreme var fyrst haldin árið 2002 sem partur af hugmynd að búa til snjóbrettahátíð á Akureyri.
Hátíðin stendur í þrjá daga og er sett á fimmtudegi og lýkur á sunnudegi. Aðalviðburðurinn er keppni og sýning sem fram fer í gilinu (Kaupvangsstræti) á Akureyri á snjóbrettapalli þar sem 15 – 20 bestu iðkendur á Íslandi fá að spreyta sig. Einnig verður boðið upp á keppni á Ráðhústorgi.
Tónlistarviðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri og Pósthúsbarnum.
Alla dagskránna má sjá hér.
Mynd frá Facebooksíðu AK Extreme.