Siglufjörður er sívaxandi ferðamannastaður eftir opnun Héðinsfjarðarganga árið 2010. Mun styttri leið er nú inn á Eyjafjarðarsvæðið sem þar sem mikill fjöldi ferðamanna er á hverju ári. Í þessum pistli verður fjallað um áhugaverðar eignir til sölu á Siglufirði.

Einstakt og uppgert verslunarhús stendur við Suðurgötu 6 á Siglufirði, beint á móti Ráðhústorgi og í miðbæ Siglufjarðar. Húsið á sér skemmtilega sögu en Páll Halldórsson rakarameistari byggði húsið árið 1930 og hafði hann rakarastofu í einu verslunarrýminu. Hann skírði húsið Höfða og herbergjafjöldinn var miðaður við að rakarasveinarnir gætu búið þar, einkum yfir sumartímann þegar mesti síldaratgangurinn var. Til samanburðar þá hófst bygging Siglufjarðarkirkju árið 1931 en lauk árið 1932.
Nokkru síðar byggði Gestur Fanndal kaupmaður, tvisvar við húsið. Í viðbyggingunum var m.a. verslunarrými, lager og bílskúr. Þetta hús var til sölu árið 1996 og var verðlagningin þá aðeins 4.5 milljónir enda þarfnaðist húsið endurbóta á þeim tíma.

Í dag er húsið mikið endurnýjað, m.a. nýtt þak og burðarvirki lagfært. Gluggar og gler er nánast allt nýtt. Lagnir hússins eru endurgerðar, raf-, skolp-, og vatnslagnir yfirfarnar.  Í dag er verðlagningin 47.5 milljónir, en fasteignamatið er aðeins rúmar 14 milljónir en húsið er skráð 496 fermetrar.

Jarðhæðin skiptist í þrjú verslunarrými. Þar er í dag að finna snyrtistofu, sjoppuna Videoval, en rekstur hennar getur fylgt með í kaupunum, svo er vinnustofa handverksfólks. Miðhæðin er stór íbúð sem hefur verið endurgerð og á efstu hæðinni er verið að endurgera íbúð eða gistirými.

Nánari upplýsingar um húsið má finna hér. Fleiri myndir má sjá hér.

6bbb9d29f15c249224ec4d25967e7384cd424826