Agnar Óli Grétarsson hefur skrifað undir 2. ára samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
Agnar Óli er fæddur árið 2008 og er hann að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki KF. Hann lék upp yngri flokkana með KF og var í 3. flokki síðasta sumar.
Agnar lék sinn fyrsta deildarleik með meistaraflokki í lok tímabils í fyrra og hefur í ár leikið 5 leiki í Lengjubikarnum me KF.