Kristján L. Möller og Oddný H. Jóhannsdóttir hafa afhent Systrafélagi Siglufjarðarkirkju og sóknarnefnd kirkjunnar afrakstur sölunnar á hinum glæsilega jólaóróa sem þau hjón létu hanna fyrir síðustu jól og seldu. Allur hagnaður rann til Siglufjarðarkirkju en í dag afhentu hjónin 3.277.600 kr. sem renna til viðhalds utanhúss á kirkjunni.
Hjónin þakka fyrir alla þá sem styrktu verkefnið með kaupum á jólaóróanum sl. haust.