Lög um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar voru samþykkt á Alþingi og tóku gildi 1. júlí síðastliðinn.
Í kjölfarið hefur rekstur fasteignaskrár ásamt ýmsum öðrum verkefnum verið færður frá Þjóðskrá til HMS. Þessi breyting hefur í för með sér tilfærslu starfsfólks á starfsstöð Þjóðskrár á Akureyri til HMS.
Vegna þessa mun Þjóðskrá ekki halda úti starfsstöð á Akureyri frá og með 1. september næstkomandi.
- Einstaklingar sem þurfa auðkenna sig vegna flutninga til landsins munu leita til næsta lögregluembættis.
- Vegna umsókna um nafnskírteini er einstaklingum bent á sýslumannsembættið á Akureyri.
Vakin er athygli á að flestar umsóknir og tilkynningar um breytta skráningu er hægt er að finna á vef Þjóðskrár, www.skra.is. Þá er þjónustuver stofnunarinnar áfram starfrækt í Reykjavík og er opnunartími 10 – 15 alla virka daga. Utan opnunartíma bendum við á spjallmenni Þjóðskrár sem ætti að geta svarað helstu spurningum.