Til stendur að klæða Kvíabekkjarkirkju í Ólafsfirði fyrir veturinn og hefur stjórn Hollvinafélags kirkjunnar óskað eftir sjálfboðaliðum til aðstoða við að rífa gamla klæðningu af kirkjunni, en fagmenn munu sjá um að klæða kirkjuna með nýrri klæðningu. Krossviður verður notaður í nýja klæðningu til að halda niðri kostnaði.

Þeir sem vilja aðstoða með þetta verkefni geta haft samband við stjórn félagsins.

Stjórn Hollvinafélagsins er:
Formaður Anna María Guðlaugsdóttir, Gjaldkeri Svanfríður Halldórsdóttir, Ritari Kamila Ragnarsdóttir, meðstjórnendur Anna Rós Jóhannesdóttir, Hjalti B. Bjarnason, Kristjana V. Valgeirsdóttir, varastjórn Finni Óskarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Byggingarnefnd: Siggi Sig, Ási Pálma, Gulli Magg, Jakob Agnarsson, vara Jakob Ásmundsson.