Blakfélag Fjallabyggðar hefur samið við Lucas Marinov sem nýjan þjálfara en iðkendur ættu að kannast við hann frá síðasta ári. Hann mun vera yfir barna- og fullorðins starfinu.
Til aðstoðar við barnastarfið verður einnig Agnar Óli Grétarsson.
Meistaraflokkur karla spila í 2. deild Íslandsmótsins og meistaraflokkur kvenna í 3. deild á Íslandsmótinu. BLÍ er að setja saman þessar deildir og verða mótin klár á næstu dögum eða vikum.
Æfingar hjá yngri flokkum BF byrja mánudaginn 28. ágúst.
Nánari umfjöllun um leiki BF í vetur verður hér á síðunni. Þau fyrirtæki sem vilja styðja við það og vera með auglýsingu og styrktarlínu geta haft samband við ritstjórann hér.