Sunnudagskvöldið 11. des. kl. 21:00 verður aðventukvöld í Grundarkirkju. Þar verða sungin þekkt jóla- og aðventulög, íslensk og erlend og geta allir tekið undir. Þá mun Kirkjukór Laugalandsprestakalls flytja m.a. nýtt lag eftir organistann og kórstjórann, Daníel Þorsteinsson við jólasálm séra Benjamíns Kristjánssonar. Skólakór Hrafnagilsskóla flytur nokkur jólalög ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Ræðumaður kvöldsins verður Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir.