Það styttist í Aðventuhátíðina í Fjallabyggð. Kveikt verður á jólatrénu á Ólafsfirði laugardaginn 26. nóvember klukkan 16 en á Siglufirði verður kveikt viku seinna eða á laugardaginn 3. desember klukkan 16.

Jólamarkaður verður í og við Tjarnarborg þann 26. nóvember á Ólafsfirði milli klukkan 14 og 18 og laugardaginn 10. desember frá klukkan 14-17.

Jólamarkaður Rauðku verður haldin í Bláa húsinu á Siglufirði þann 3. desember.