Þeir sem leita sér að fasteign í Hrísey þessa dagana hafa ekki mikið úrval, en núna eru aðeins þrjú einbýlishús til sölu. Tvö húsanna eru við Austurveg og annað við Sólvallagötu. Í Hrísey er einnig lóð við Lambhagaveg sem er skráð 1,2 hektarar og er óskað eftir tilboði í lóðina sem er skráð sem ræktunarland.
Húsin sem eru á sölu núna kosta frá 41 milljón – 70 milljónir.
Þá er stórt atvinnuhúsnæði við Kríunes 2 til sölu í Hrísey, en þar var áður Naustastöðin.