Síldardagar á Siglufirði hefjast 26. júlí og standa til 2. ágúst. Dagskráin þessa daga er mjög fín en Ljóðasetur Íslands er með fyrsta viðburðinn fimmtudaginn 26. júlí kl. 16, en þar er lesið úr verkum Jóhannesar úr Kötlum. Sama daga verður setning á Sjóstangveiðimóti á Allanum.

Helgina 27.-29. júlí heimsækir Bylgjulestin Siglufjörð og það mjög gaman að fylgjast með því og hlusta á útsendinguna.

Síldarævintýrið sjálft hefst svo 3. ágúst og stendur til 5. ágúst. Dagskráin er mjög spennandi þetta árið en Hljómsveitin Upplyfting, Hjálmar, Jógvan og Friðrik Ómar, Matti Matt ásamt hljómsveit og fleiri sveitir sjá um tónlistina á hátíðinni.