Aðeins eitt tilboð kom í útboði á skólamat í Dalvíkurbyggð fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla árin 2022-2025. Blágrýti ehf. gerði tilboð upp á 890,8 án virðisauka í hverja máltíð (Vegið meðalverð).
Svara þarf því tilboði fyrir 8. júní nk. en Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf.