Niðurstaða íbúakönnunar um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði liggur nú fyrir. Alls greiddu 115 manns atkvæði eða aðeins 19,5% á íbúaskrá, sem eru 589 manns, sem áttu kost á að taka þátt í þessari kosningu. Brimnes fékk flest atkvæði eða 71 sem var tæplega 62%, en Garðsvegur fékk 44 atkvæði eða rúmlega 38%.

Formleg skipulagsvinna hefst því við Brimnes fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði í samræmi við niðurstöðu ráðgefandi íbúakosninga.

Íbúar á kjörskrá: 589
Greidd atkvæði: 115 (19,5%)

Atkvæði féllu þannig:
Brimnes: 71 atkvæði (61,7%)
Garðsvegur: 44 atkvæði (38,3%)