Í dag, laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desember opna Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi norðan Akureyrar. Þetta verður í 20. sinn sem vinnustofa þeirra er opin á aðventu og 20. árið sem jólakötturinn fæðist uppúr spítnakössum Aðalheiðar. Í gegnum tíðina hafa svo bæst við ýmis smáverk sem tilvalin eru til jólagjafa. Gestum er boðið að skoða smærri og stærri verk og eiga notalega stund í sveitasælunni.
Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum en minni verk eru á verðbilinu 1500 kr. til 50.000 kr.