Aðalfundur Karlakórs Fjallabyggðar verður haldinn kl. 18:00, laugardaginn 5. nóvember í Bláa húsinu á Rauðkutorgi á Siglufirði. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn með tölvupósti í síðasta lagi 29. október á netfangið smari@tonaflod.is eða hjá Ægi Bergs í síma: 898-4310.
Fundarefni:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Framtíð kórsins
Í boði verður hlaðborð með jólaívafi:
Forréttir:
Reyktur og grafinn lax, graflaxsósa og grafin gæs.
Aðalréttur:
Purusteik, rauðkál, brúnaðar karföflur og villisveppasósa.
Eftirréttur að hætti hússins.
Borðvín
Bar verður á staðnum.
Fylgist með á facebook síðu karlakórsins hér:
Ljósmynd með frétt: Sigurður Ægisson. Texti aðsendur.