Mynd: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Arnfinna Björnsdóttir opnaði sýningu á Kaffi Klöru í Ólafsfirði í dag sunnudaginn 2. október.

Abbý er enn að skapa listaverk, sýna og selja en hún varð 80 ára fyrr í sumar. Abbý heldur úti listastofu á Siglufirði og er hægt að kaupa þar verk hjá henni.

Abbý var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017.

Klippimyndir Arnfinnu af stemningu síldaráranna, eru vel þekktar og sýna mikla næmni fyrir viðfangsefninu jafnt og meðferð lita og forma.

 

Mynd með frétt: B.O.G.