Hlaðvarpið Á tæpasta vaði er aftur komið í loftið eftir smá sumarfrí. Þetta eru strákarnir í Fjallabyggð undir forystu Guðmunds Gauta, Hrólfs rakara og Jóns Karls. Að vanda ræða þeir um allt og ekkert og taka stöðuna á ákveðnum málum í bæjarfélaginu. Þeir ræddu um umferðarhraðann í Fjallabyggð, gengi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og ýmislegt annað sem verður ekki talið upp hér.
Félagarnir eru stórhuga fyrir veturinn og bíða eftir nýjum upptökugræjum svo hægt sé að taka upp símaviðtal inn í hljóðrásina og hafa gesti í settinu.
Þeir gáfu það formlega út að þeirra eiginkonur hlusti ekki á þáttinn og vilji alls ekki vita um hvað þeir fjalla hverju sinni, en þar getur verið stutt í skömmina.
Nýjasti þátturinn er 1 klst. og 18 mínútur en líður bara hratt ef maður stillir á hraðann 1.1 í Spotify.
Endilega hlustið á strákana hérna fyrir neðan.