Það er mikil gróska í gangi í Fjallabyggð en það nýjasta þessa dagana er spjallþátturinn Á tæpasta vaði sem birtist í vikunni á Spotify veitunni. Það er Guðmundur Gauti Sveinsson sem stendur fyrir þessum nýja spjallþætti ásamt vinum sínum, Hrólfi rakara og Jóni Karli, en allir eiga það sameiginlegt að búa á Siglufirði.
Þær ræða málin vítt og breytt í þessum fyrsta prufu þætti, en þeir stefna á að gefa út þátt vikulega til að byrja með. Umræða í þættinum hófst á spjalli um tjaldsvæðið á Siglufirði og göngustíga við varpsvæðið á Leirutanga. Einnig rætt um pólitík í Reykjavík, fótbolta, evróvisión keppnina og margt fleira.
Gott spjall til að hlusta á og vonandi verða markviss umræðuefni í næstu þáttum og áhugaverðir viðmælendur.
Fylgið þessum drengjum í gegnum ferðalagið og hlustið á Spotify veitunni -Á tæpasta vaði.