Hlaðvarpið úr Fjallabyggð, Á tæpasta vaði, luku við sinn tólfta þátt í fyrstu seríunni í gær og tilkynntu í lok þáttarins að þeir séu nú komnir í sumarfrí en mæti aftur í ágúst með ferskan þátt og aðra seríu.

Þeir fengu óvæntan gest í þáttinn þegar Hákon fisksali kom og færði þeim besta fisk & franskar sem völ er á og vakti það mikla lukku. Hákan settist á bekkinn og lífgaði upp á þáttinn. Hann sagði frá veru sinni á sjónum og skipulaginu þar, og hvernig hann þurfi að taka túra til að halda fiskbúðinni gangandi.

Þá ræddu þeir örlítið sigur KF í síðustu umferð, en lítið fór fyrir almennri íþróttaumræðu í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí strákanna.

Mæli með hlustun á þessum þáttum og framlagi strákanna til umræðu í Fjallabyggð.