Glænýr þáttur frá strákunum á Siglufirði sem halda úti hlaðvarpinu Á tæpasta vaði. Níundi þáttur lentur á Spotify, og er tæplega 70 mínútur. Í þessum þætti mætti rakarinn aðeins seint að borðinu, en birtist svo skyndilega.  Strákarnir byrjuðu á því að lasta Íslenska landsliðið í fótbolta en þeir félagar hafa litla trú á gangi mála þar.  Þá ræddu þeir nýgifta rakarann á Siglufirði sem fékk ekki útgönguleyfi, en í ljós kom að drengurinn var fastur á kóræfingu.  Þá ræddu þeir verðlag í matvöruverslun í Fjallabyggð og báru saman verð við Krónuna sem ætlar núna að fara senda vörur frá Akureyri til Fjallabyggðar og kann þar að myndast samkeppni við Samkaupveldið sem er með verslanir í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð undir merkjum Kjörbúðarinnar. Strákarnir ræddu um nýja Bæjarlistamann Fjallabyggðar sem er frægur fyrir sín tattú og mikill listamaður. Þá sendu strákarnir hrós til Eddu kórstjóra sem er allt í öllu á Fjallabyggð og hefur komið sterk inn í samfélagið. Frímúrarareglan á Siglufirði var 40 ára og hélt uppá veislu í Bláahúsinu á Siglufirði, þar sem Rauðkumenn voru með matinn alveg uppá 10.

Að lokum ræddi Jón Karl um það að hann ætlaði sér alltaf að verða prestur, en nýtir frítímann í staðinn fyrir biblíulestur.

Strákarnir eiga von á nýjum upptökugræjum fyrir næsta þátt, en stefna á að vera með einn viðtalsþátt í hverjum mánuði og þá voru þeir búnir að lofa jólaþætti.

Flottur þáttur og gott framtak í Fjallabyggð.

Hægt er að hlusta á alla þættina hérna.