Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar hefur boðað til fundar með bæjarfulltrúum í Fjallabyggð. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði, fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:00. Á fundinum verða rædd bæjarmál og önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta. Heitt verður á könnunni og léttar veitingar.