Unglingamót Tennis- og Badmintonfélags Siglufjarðar er haldið um helgina og hófst í snemma morgun. Um 90 keppendur eru á mótinu. Keppt verður í öllum greinum í U13 – U19 og í einliða og tvíliðaleik í U11. Keppt er í riðlum í einliðaleik og útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.

Í kvöld mun Torgið, sem er samstarfsaðili TBS, bjóða upp á pizzu- og pastahlaðborð í Bláa húsinu við Rauðkusvæðið fyrir keppendur og þjálfara.

Á sunnudag verður lokadagur mótsins.

Gæti verið mynd af 9 manns og innanhúss