Veðrið hefur leikið við alla á Norðurlandi og víðar í dag. Gríðarleg umferð var í gegnum Héðinsfjörð í gær, eða 1021 bílar skv. tölum frá Vegagerðinni. Þjóðlagahátíð á Siglufirði líkur á morgun og frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði Ljóðasetur Íslands í gær.
Hitinn í Héðinsfirði hefur ekki verið nema rétt yfir 8 ° í dag og rúmlega 9 ° í gær. Vindurinn hefur líka verð um 10 m/s og því talsverður strekkingur.
Í dag var góð stemning á Siglufirði, fólk sat úti á kaffihúsum og mikið var um að vera í bænum. Mjög fallegt veður í dag til að taka myndir og fara í göngutúra.