Unglingamót Tennis og Badmintonfélags Siglufjarðar fór fram um helgina í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt var í einliða- og tvíliðaleik og tóku 84 keppendur þátt í mótinu. Alls voru 25 keppendur frá TBS á þessu móti.
Keppt var eftir nýja fyrirkomulaginu þar sem keppt var í fámennari getuskiptum riðlum.
Í U11 fengu allir þátttakendur þátttökuverðlaun en það voru 26 keppendur í þessum aldursflokk.
Í U11 til U17 fengu allir þátttökuverðlaun ásamt því fékk sigurvegarinn í hverjum riðli verðlaun. Hægt er að sjá öll úrslit hérna  https://www.tournamentsoftware.com/…/C3DFD253-DDFA-4C6E…
Verðlaunahafar mótsins:
U13 einliðaleikur: Marínó Örn Óskarsson, Ágúst Malek Hasan, Kamilla Maddý Heimisdóttir og Una Katrín Alfreðsdóttir.
U13 tvíliðaleikur: Marínó Örn Óskarsson & Sigurður Bill Arnarsson, Ágúst Malek Hasan & Kári Bjarni Kristjánsson, Alda Máney Björgvinsdóttir & Kamilla Maddý Heimisdóttir, Kristín Eldey Steingrímsdóttir & Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, Katrín Sunna Erlingsdóttir & Marikó Erla Sigurgeirsdóttir.
U15 einliðaleikur: Grímur Eliasen, Emil Víkingur Friðriksson, Hilmar Karl Kristjánsson, Sonja Sigurðardóttir og Þórdís Edda Pálmadóttir.
U15 tvíliðaleikur: Júlía Marín Helgadóttir & Laufey Lára Haraldsdóttir.
U15-U17 tvíliðaleikur: Grímur Eliasen & Brynjar Petersen og Birnir Hólm Bjarnason & Hilmar Karl Kristjánsson.
U17 einliðaleikur: Dagur Örn Antonsson.