Í dag fer fram Unglingamót Tennis- og badmintonfélags Siglufjarðar. Keppni hefst í íþróttahúsinu á Siglufirði kl. 9 í dag og lýkur kl. 18 í dag. Á sunnudag hefst keppni aftur kl 9 og lýkur kl. 13:30.

Á mótinu eru skráðir 79 af efnilegustu unglingum landsins, en 18 krakkar frá TBS eru skráðir. Um 25 keppendur koma frá TBR í Reykjkavík og nokkrir foreldrar. TBR krakkarnir komu síðdegis á föstudag með rútu, og skelltu sér í sund í Ólafsfirði. U-11 og U-13 eiga fyrstu leikina í dag. U-15 og U-17 leikirnir hefast rúmlega eftir kl. 10.

Sjoppa verður á staðnum og eru foreldrar hvattir til að kíkja á leikina í dag.

Gæti verið mynd af 3 manns
TBR