Í dag eru 8 einbýlishús til sölu á Siglufirði. Allt eru þetta hús á tveimur hæðum og flest yfir 170 fm. Fjögur einbýli eru yfir 220 fermetrum. Verð á fermetra á þessum húsum er frá 233-360 þúsund.

Eitt húsið hefur þó sérstöðu, en því fylgja með 32 milljónir króna í tryggingabætur vegna bruna, en húsið hefur verið gert fokheld og eru skilmálar sem fylgja næsta kaupenda.

Á Siglufirði eru líka fjölbreyttar fasteignasölur sem hafa húsin í einkasölu eða umboðssölu, en það eru t.d. Landmark, Hvammur, Fold og Fasteignamiðlun.

Erfiðlega hefur gengið fyrir eldra fólk að finna sér minni fasteign í Fjallabyggð, en núna eru t.d. bara tvær fjölbýliseignir á söluskrá á Siglufirði sem eru undir 90 fm að stærð.

Úrvalið er þó ekki of mikið en núna eru 15 eignir til sölu og hefur oft verið meira. Salan hefur líka gengið vel og sumar eignir stoppa stutt, en stærri eignir eru lengur í sölu.

Eignir til sölu á Siglufirði á mbl.is

Skjáskot frá mbl.is