Sumarið 1946 var hafist handa við byggingu nýs spítala á Akureyri. Áður var starfræktur spítali J. Gudmanns Minde við Spítalaveg 11. Arkitekt nýja sjúkrahússins var Guðjón Samúelsson og byggingin var fullbyggð árið 1948.

Sjúklingarnir sem innrituðust voru samtals 47 og tók flutningurinn um klukkustund. Þó var sjúkrahúsið ekki formlega tekið til starfa og enn vantaði upp á mönnun og tæki og tól.

Það sem var til staðar á þessum tíma var eftirfarandi samkvæmt heimildum:

  • 38 sjúkraherbergi

  • 4 læknar

  • 1 læknanemi

  • 10 hjúkrunarkonur

  • 6 hjúkrunarnemar

  • 2 ljósmæður

  • 17 starfsstúlkur

  • 1 stúlka á röntgen

  • 1 stúlka á rannsókn

  • 1 nuddlæknir í hálfu starfi

  • 1 ráðskona

  • 3 eldastúlkur

  • 1 ráðsmaður

  • 3 karlmenn til ýmissa verka

Á þessum degi fyrir 10 árum voru Hollvinasamtök SAk stofnuð. Markmið Hollvina er að styðja og styrkja starfsemi sjúkrahússins. Það er gert með að vekja athygli á og hvetja til eflingar starfseminnar á opinberum vettvangi í samráði við framkvæmdastjórn sjúkrahússins.

Nánar um Hollvinasamtökin hér: https://island.is/s/sak/hollvinir