Strákarnir í Fjallabyggð hafa tekið upp og gefið út 7. þátt í 2. seríu af Á Tæpasta vaði, sem er hlaðvarpsþáttur um allt og ekkert. Stjórnendur þáttarins eru Guðmundur Gauti Sveinsson, Jón Karl Ágústsson og Jón Hrólfur Baldursson.

Strákarnir byrjuðu með þetta fína framtak í byrjun árs 2023 og tóku upp 13 þætti í 1. seríu.  Þeir byrjuðu svo aftur í september á nýrri seríu og er þeirra hlustendahópur sífellt að vaxa að sögn strákanna.

Nýjasti þátturinn er rúmur klukkutími og ræða strákarnir ýmis mál eins og málið um Sr. Friðrik, Lok Fiskidagsins á Dalvík, skjálftana í Grindavík, nýju bónstöðina á Siglufirði, JK Bón og samsæriskenningar varðandi hryðjuverkaárásina á Tvíburaturnanna. Góður þáttur hjá þeim strákum, sem reyna að gefa út vikulega á sunnudögum.

Strákarnir bíða eftir nýjum upptökubúnaði og ætla í framhaldinu að bjóða gestum í spjall eða hringja í vin í “beinni”.

Hægt er að hlusta á alla þættina hér.