Í dag var næstsíðasti dagurinn á Reycup hjá KF/Dalvík en liðið er með fjögur lið, tvö karla og tvö kvenna í 4. flokki í mismunandi styrkleikjum. Riðlakeppni lauk í gær og í dag var leikið um sæti og einnig á morgun, sunnudag.

Við höfum greint ítarlega frá úrslitum og leikjum KF/Dalvík á Reycup síðustu árin og tekið myndir af völdum leikjum. Ritstjórinn sá 4 leiki í dag af 7 hjá liðunum og tók mikinn fjölda af myndum sem birt hafa verið á facebook síðunni góðu.

Umfjöllun og úrslit:

4. flokkur karla átti fyrsta leikinn í morgun og var Grótta-3 mótherjinn. Leikurinn hófst á slaginu 8:00 í góðu veðri. Gróttu strákarnir voru 1-0 yfir í hálfleik og skoruðu svo þrjú mörk í síðari hálfleik og unnu leikinn 4-0. KF/Dalvík léku í grænum vestum í þessum leik þar sem báðir búningar voru bláir.

Síðar um daginn léku strákarnir gegn Þór 3 um 5.-8. sætið. Leikurinn var jafn í upphafi og bæði lið skoruðu og fljótlega var staðan 1-1. Þór sótti þó meira og unnu leikinn 2-6.

4. flokkur kvenna í styrkleika 1 áttu einnig tvo leiki í dag. Liðið lék fyrst við Njarðvík í morgun og vann glæsilegan 4-0 sigur. Leikurinn var jafn framan af og gekk KF/Dalvík illa að nýta færin við markið. Fyrsta markið kom svo rétt fyrir hálfleik og leiddu stelpurnar að norðan 1-0. Seinni hálfleikur var einnig mikil barátta, stangarskot og ágætis færi. KF/Dalvík setti þrjú mörk í síðari hálfleik, þar af eitt víti.

Seinni leikur hjá þessu liði var gegn Stjörnunni en leikið var um 9-12 sæti. Það voru Stjörnu stelpur sem skoruðu mörkin og unnu 0-2.

Hitt kvennaliðið, KF/Dalvík-2 í 2. styrkleika léku einn leik í dag og var hann gegn Selfossi-3. KF/Dalvík stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-1 en leikið var um 13.-16. sætið.

Strákaliðið í 1. styrkleika hjá KF/Dalvík léku einnig tvo leiki í dag. Fyrri leikurinn var gegn FH og var æsi spennandi og mikið undir og var ekkert gefið eftir í tæklingum. Staðan var 1-1 lengi vel og allt stefndi í vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. KF/Dalvík hafði leitt 1-0 og FH jafnað í síðari hálfleik. KF/Dalvík átti síðustu sóknina eftir að FH hafði þjarmað að þeim. Síðasta sóknin var góð og gaf mark sem dugði til sigurs, 2-1 í þessum frábæra leik um 9.-16. sætið.

Strákarnir áttu einn leik eftir sem fór fram síðdegis, en hann var gegn Tindastól og fór fram í Safamýrinni. KF/Dalvík vann leikinn 1-0 en hann var um 9.-12. sætið.

Öll liðin eiga einn leik á morgun í kringum hádegið.

Gæti verið mynd af 9 manns, people playing football, people playing soccer og gras
KF/Dalvík – Njarðvík

Gæti verið mynd af 10 manns, people playing soccer, people playing football og texti

Gæti verið mynd af 9 manns, people playing football, people playing soccer og Texti þar sem stendur "HALLI 54 Hédinsfjöröur.is Protected with trial version of Visual Watermark. Full version doesn't put this mark."
KF/Dalvík – FH
Gæti verið mynd af 13 manns, people playing football, people playing soccer og texti
KF/Dalvík-Þór
Gæti verið mynd af 14 manns, people playing soccer, people playing football, gras og texti
KF/Dalvík – Grótta

 

Leikir laugardags
Leikir sunnudags