Það er nóg að gera á morgun og um helgina á Siglufirði og næsta nágreni. Frú Vigdís Finnbogadóttir opna Ljóðasetur Íslands á Siglufirði á morgun 8.júlí. Setrið er að Túngötu 5, Siglufirði. Meira á vefsíðu ljóðaseturs.
Þjóðlagahátíðin hófst í gær á Siglufirði og er glæsileg dagskrá eins og alltaf. Hérna er dagskráin á morgun. Sjá vef Þjóðlagaseturs fyrir alla dagskrá.
Föstudagur 8. júlí 2011
Kirkjuloftið kl. 13.00
Andrés Ramon: Erindi um kólumbíska tónlist
Ráðhústorgið kl. 17.00
Danskir og íslenskir þjóðdansar
Þjóðdansahópurinn frá Gudbjerg, Danmörku
Þjóðdansahópurinn Vefarinn, Akureyri
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Íslensk rapsódía
Þórarinn Stefánsson leikur íslenska píanótónlist
Hannes Boy – Kaffi Rauðka kl. 20.00
Duo Scandinavica
Þjóðlög norskra og sænskra Vesturfara
Lori Ann Reinhall söngur og Jim Nelson gítar og flauta
Bátahúsið kl. 21.30
Glymur dans í höll
Sönghópurinn Voces Thules flytur íslensk söngkvæði úr handritum
Eggert Pálsson rödd, pípur, flautur, slagverk
Einar Jóhannesson rödd, skálmpípa, slagverk
Eiríkur Hreinn Helgason, rödd, slagverk
Guðlaugur Viktorsson rödd, lýra, slagverk
Sigurður Halldórsson rödd, symfónn, langspil, slagverk
Arngerður María Árnadóttir rödd, orgel
Hannes Boy – Bláa húsið 21.30
Danskir þjóðdansar og búningar
Þjóðdansahópurinn frá Gudbjerg, Danmörku
Allinn kl. 23.00
Nýr koss – Ólafía Hrönn & Tómas R.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir söngur
Tómas R. Einarsson bassi
Ómar Guðjónsson gítar
Matthías Hemstock slagverk