Í haust innrituðust 600 nemendur í Menntaskólann við Tröllaskaga og komust færri að en vildu. Flestir eru í fjarnámi t.d. íþróttamenn sem búa erlendis, aðrir vinna með námi og þeir sem hættu í framhaldsskóla og vilja nú klára. Flestir nemdendur skólans eru yngri en 25 ára en nú skila nemendur sér fyrr inn í skóla til að ljúka námi.
Þegar unnið er með skóla þá eru nemendur oft að ljúka á lengri tíma. Starfsfólk MTR er mjög ánægt með aðsóknina en vonast til aukinna fjárveitinga í framtíðinni svo skólinn geti tekið við fleiri nemendum.
Þetta kom fram á vef skólans í dag.