Skólablak var haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði í dag, þar sem 4.-6 bekk Grunnskóla Fjallabyggðar var boðið að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt. Rúmlega 60 krakkar tóku þátt í kynningunni.
Skólablak er viðburður á vegum BLÍ – Blaksamband Íslands þar sem farið er hringinn í kringum landið og blakíþróttin kynnt fyrir nemendum, og var Fjallabyggð valin til að kynna íþróttina.
Það voru þeir Pálmi Blængsson starfsmaður BLÍ og Oscar Fernandes Celis þjálfari og leikmaður KA sem komu og kynntu íþróttina.
Blakfélag Fjallabyggðar greindi frá þessu ásamt meðfylgjandi myndum á samfélagsmiðlum í dag.