Veðurstofa Íslands hefur skráð 5 snjóflóð á Tröllaskaga í dag, og nokkur önnur síðustu daga.
Nýjasta flóðið sem er skráð 14:40 í dag, en það var af stærðinni 2 og var við Rauðagil, utan Ólafsfjarðar. Annað minna flóð á sama stað var skráð fyrir hádegið, skráð bæði sem þurr flekahlaup.
Klukkan 11:36 var skráð annað flóð við Kúhagagil, utan þéttbýlis við Ólafsfjörð. Flóðið var af stærðinni 3.
Á hádegi við Dalvík og nágrenni var flóð við Másstaði. Það var skráð sem vott flekahlaup. Flóðið var breiður fleki og tungur út úr mörgum giljum. Var þetta flóð af stærðinni 3.
Annað flóð skráð á hádegi við Dalvík og nágrenni við Kerling-Stóll af stærðinni 2, skráð sem vott flekahlaup.
Þá voru tvö flóð skráð í Héðinsfjarðardal í gær og eitt við Almenninga