Þann 4. febrúar nk. mun starf 5 ára nemenda leikskólans Leikskála á Siglufirði flytja í grunnskólahúsið við Norðurgötu  og munu þau starfa þar fram í júní ásamt kennurum sínum.  Það eru 10 börn sem fá aðsetur í Grunnskóla Fjallabyggðar, kennarar þeirra verða Víbekka Arnardóttir deildastjóri og Sigrún Sigmundsdóttir leiðbeinandi.

Umsóknum um dvöl í leikskólanum Leikskálum á Siglufirði hefur fjölgað umtalsvert sem er afar jákvæð þróun.  Til að koma á móts við ört stækkandi skóla var leitað til Grunnskólans á Siglufirði um aðstöðu fyrir elstu börnin.

Við þessar breytingar verða ákveðnar tilfærslur á milli deilda á Leikskálum bæði hjá kennurum og börnum.


Ljósmynd: Elsa Karen Jónasdóttir.