Vinnuskóli Dalvíkurbyggðar hófst í byrjun vikunnar. Í sumar eru 44 unglingar skráðir í Vinnuskólann og er það rúmlega 120% fjölgun frá árinu 2022.

Vinnuskólinn var við störf á Hauganesi í dag og var þeim afar vel tekið.  Flestir unglingarnir eru að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði og því mikilvægt að sýna þeim virðingu og vinsemd.

Myndir með frétta koma frá Eigna- og framkvæmdadeild Dalvíkurbyggðar.

Gæti verið mynd af 5 manns, arctic og vegur
Gæti verið mynd af 2 manns og gras